Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

Arna brunar í gegnum göngin!

Óhætt er að segja að Arna Sigríður Albertsdóttir sé afrekskona í íþróttum. Arna lenti í skíðaslysi árið 2006 og varð fyrir mænuskaða. Hún er lömuð frá brjósti og að auki aðeins með um 75% lungnavirkni.

Arna leggur stund á handahjólreiðar, þar sem hún liggur í sérútbúnu hjóli sem hún knýr áfram með handafli. Þessi magnaði íþróttamaður tók nýverið þátt í móti í Abu Dabí, þar sem hún var skráð til leiks í tveimur greinum.

Arna gerði sér lítið fyrir og sigraði í annarri greininni og náði öðru sæti í hinni. Frábær árangur og Anna stefnir á Ólympíumót fatlaðra, sem haldið verður í Ríó í haust.

Hér er myndband sem sýnir hvernig Anna undirbýr sig með því að bruna í gegnum Bolungarvíkurgöngin fyrir vestan og vonandi að það sé ekki hraðamynavél í göngunum!.

Gangi þér vel Arna, vonandi kemstu til Ríó. :)