Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

Gríðarleg átök í Digranesinu

Crossfit er íþrótt sem nýtur mikilla vinsælda á Íslandi. islendingar hafa náð frábærum árangri á mótum erlendis og sífellt fleiri taka þátt í þessari fjölbreyttu íþrótt.

Laugardaginn 30. janúar fór fram Crossfitmót í Þrekmótaröðinni en mótið var haldið í Digranesi í Kópavogi. Í fréttinni má sjá stemmingsmyndir frá mótinu, ásamt viðtölum við sigurvegara í flokki keppenda yngri en 39 ára.