Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

Alexander: Gaman að keppa loksins við þá

Alexander Stefánsson leikmaður Stjörnunnar var að sjálfsögðu hæst ánægður með að vera kominn með liði sínu í Laugardalshöllina þar sem liðið leikur til undanúrslita í bikarkeppni BLÍ 19. mars.

Alexander hafði ekki síður gaman að því að mæta HK-Mössunum í kvöld sem Stjarnan vann 3-0 enda leikgleðin í fyrirrúmi hjá Mössunum.