Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

Fríða: Við skiljum þessa viðbjóðslegu hrinu eftir hérna

Fríða Sigurðardóttir viðurkenndi að stemmingin í HK-liðinu væri nokkuð súr eftir 3-0 tap gegn Aftureldingu í fyrsta leik liðanna um Íslandsmeistaratitil kvenna í blaki.

Hún segir þó að fyrstu tvær hrinur leiksins séu eitthvað sem hægt er að byggja á fyrir næsta leik á fimmtudaginn, sem sýndur verður í beinni útsendingu á SportTV.