Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

Úrslitin í blakinu eru í beinni á SportTV | Altis gefur gjafabréf

Eins og glöggir áhorfendur SportTV hafa séð hafa heimaleikir Aftureldingar í Mizuno deild kvenna í blaki verið í beinni útsendingu á SportTV. Nú bætum við um betur.

Allir leikir sem eftir eru af úrslitum karla og kvenna verða í beinni útsendingu hér á SportTV og mun Altis, umboðsaðili fyrir Mizuno og Under Armour gefa manni leiksins 5000 króna gjafabréf eftir hvern leik.

Í kvöld verður leikur HK og Aftureldingar í Mizuno deild kvenna í beinni klukkan 19. Á miðvikudaginn verður þriðji leikur HK og Stjörnunnar í Mizuno deild karla í beinni og á fimmtudaginn mætast Afturelding og HK í þriðja leiknum í kvennaflokki.