Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

Chicago vann fyrsta leikinn á útivelli

Chicago Blackhawks vann fyrsta leikinn í úrslitum um Stanley bikarinn í NHL deildinni í íshokkíi í Norður-Ameríku í nótt gegn Tampa Bay Lightning 2-1.

Leikið var í Tampa og er Chicago því strax komið í góða stöðu en vinna þarf fjóra leiki til að hampa Stanley bikarnum eftirsótta.