Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

29 manna hópur valinn | Kolbeinn í hópnum

Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari, Helgi Kolviðsson aðstoðarlandsliðsþjálfari og Guðmundur Hreiðarsson markvarðarþjálfari völdu í dag 29 manna hóp sem mætir Mexíkó og Perú í Bandaríkjunum 23.mars og 27.mars. Fimm markverðir eru valdir í hópinn og Guðmundur Hreiðarsson sagði að hann hefði viljað verlja sex markverði. Hér fyrir neðan eru viðtöl við Guðmund og Helga Kolviðsson.

Um er að ræða 29 leikmenn, en nokkrir þeirra taka aðeins þátt í leiknum gegn Mexíkó. Það eru þeir Samúel Kári Friðjónsson, Aron Einar Gunnarsson og Albert Guðmundsson, en Samúel Kári og Albert fara til móts við U21 karla sem leikur gegn Norður Írum 26. mars.

Markverðir: Hannes Þór Halldórsson, Ögmundur Kristinsson, Ingvar Jonsson, Rúnar Alex Rúnarsson, Frederik Schram

Varnarmenn: Birkir Már Sævarsson, Ragnar Sigurðsson, Kári Árnason, Ari Freyr Skúlason, Sverrir Ingi Ingason, Hörður Björgvin Magnússon, Jón Guðni Fjóluson, Hjörtur Hermannsson, Hólmar Örn Eyjólfsson, Samúel Kári Friðjónsson *

Miðjumenn: Aron Einar Gunnarsson *, Birkir Bjarnason, Jóhann Berg Guðmundsson, Emil Hallfreðsson, Rúrik Gíslason, Theodór Elmar Bjarnason, Ólafur Ingi Skúlason, Arnór Ingvi Traustason

Sóknarmenn: Kolbeinn Sigþórsson, Jón Daði Böðvarsson, Viðar Örn Kjartansson, Björn Bergmann Sigurðarson, Kjartan Henry Finnbogason, Albert Guðmundsson *