Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

Aðeins Evrópuþjóðir eftir

Nágranaþjóðirnar Belgía og Frakkland mætast í undanúrslitum HM í Rússlandi þriðjudaginn 10. júlí.

Belgía lagði Brasilíu 2-1 í frábærum leik í kvöld. Belgía var 2-0 yfir í hálfleik með sjálfsmarki og góðu skoti Kevin De Bruyne. Renato Augusto minnkaði muninn í seinni hálfleik en þrátt fyrir þunga sókn náði Brasilía ekki að jafna metin.

Nú eru aðeins Evrópuþjóðir eftir í keppninni því á morgun mætast England og Svíþjóð klukkan 14 og Rússland og Króatía klukkan 18.

Belgía.JPG

stat.JPG

semi.JPG