Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

Allt klárt fyrir 16 liða úrslitin

Úrslitin réðust í G-riðli í kvöld og er nú ljóst hvaða lið mætast í 16 liða úrslitum HM í Rússlandi.

Belgía lagði England 1-0 í uppgjöri liðanna um efsta sæti riðilsins og Túnis lagði Panama 2-1 í uppgjöri stigalausu liðanna sem þegar voru úr leik.

10 af liðunum 16 sem komust áfram eru frá Evrópu en þessi lið mætast í 16 liða úrslitum: Frakkland - Argentína Úrúgvæ - Portúgal Spánn - Rússland Króatía - Danmörk Brasilía - Mexíkó Belgía - Japan Svíþjóð - Sviss Kólumbía - England

16 liða úrslitin hefjast á laugardaginn.

Gridill.JPG