Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

Allt klárt stórslag bestu liðanna og leikmannanna

Úrslitin í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta ráðast ekki í kvöld en úrslit El Clásico í kvöld geta farið langt með að ráða úrslitum í mótinu.

En þetta er ekki bara leikur erkifjendanna Barcelona og Real Madrid. Hér mætast líka Lionel Messi og Cristiano Ronaldo. Tveir bestu leikmenn heims og það er ekki minni rígur á milli þeirra en liðanna. Hver hefur betur í kvöld?