Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

Aron Einar framlengir við Cardiff

Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði í fótbolta hefur skrifað undir nýjan samning við Cardiff City til ársins 2018.

Aron Einar hefur átt frábær ár með Cardiff og lék meðal annars með liðinu í ensku úrvalsdeildinni tímabilið 2013/2014.

Aron hefur verið orðaður við ensk úrvalsdeildarfélög en nú bendir allt til þess að hann leiki áfram með Cardiff í ensku B-deildinni.