Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

Brendan Rodgers sáttur við stöðuna

Frá og með öðrum degi jóla hefur Liverpool unnið 9 af 11 deildarleikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Hinir tveir fóru jafntefli. Það gerir 29 stig í 11 leikjum. Til samanburðar er Everton með 28 stig í 28 leikjum í deildinni í vetur.

Brendan Rodgers er því eðlilega sáttur við þróun mála hjá félaginu að undanförnu en hér að ofan situr hann fyrir svörum eftir 2-0 sigur á Burnley í gær.