Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is
Byrjunarlið Íslands og Argentínu eru klár fyrir leik þjóðanna í úrslitakeppni HM í Rússlandi. Fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson er klár í slaginn og leiðir liðið út á völlinn og Alfreð Finnbogason er í fremstu víglínu.
Hannes Þór Halldórsson er í markinu. Varnarlínuna skipa Birkir Már Sævarsson, Kári Árnason, Ragnar Sigurðsson og Hörður Björgvin Magnússon.
Emil Hallfreðsson er við hlið Arons Einars Gunnarssonar á miðjunni og fyrir framan þá er Gylfi Þór Sigurðsson. Jóhann Berg Guðmundsson er á hægri kantinum og Birkir Bjarnason á þeim vinstri.
Fremstur er Alfreð Finnbogason. Messi er að sjálfsögðu í byjunarliði Argentínu en liðin má sjá hér að neðan.