Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

Dramatík þegar Belgía lagði Japan

Brasilía og Belgía mætast í átta liða úrslitum HM í fótbolta. Brasilía lagði Mexíkó 2-0 og Belgía lagði Japan 3-2.

Belgía lenti 2-0 undir gegn Japan í upphafi seinni hálfleiks en sýndi magnaðan karakter og jafnaði leikinn áður en liðið tryggið sér sigurinn á síðustu mínútu uppbótartíma.

Japan átti horn þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma en Belgía átti bestu skyndisókn sem sést hefur síðan Ísland lagði Austurríki í París 2016 og Nacer Chadli tryggði liðinu magnaðan sigur.

Neymar Jr. og Firmino tryggðu Brasilíu sigur á Mexíkó í fyrri leik dagsins með mörkum í seinni hálfleik.

belmex.JPG

bramex.JPG