Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

Frábæru heimsmeistaramóti lokið

Það er óhætt að fullyrða að heimsmeistaramótið í fótbolta í Rússlandi hafi heppnast vel. Frakkland varð heimsmeistari í annað sinn með 4-2 sigri á Króatíu.

Franska liðið heillaði fáa í sínum fyrstu leikjum á mótinu og óx ásmeginn er leið á mótið og átti frábæra leiki í útsláttarkeppninni og vann heimsmeistaratitilinn að lokum sannfærandi.

fullt time.JPG

Eins og tölfræði úrslitaleiksins sýnir þá var Króatía mun meira með boltann en franska liðið beitti frábærum skyndisóknum og var sigurinn aldrei í seinni hálfleik.

tölfræði.JPG

Luka Modric miðjumaður Króatíu var valinn besti leikmaður mótsins. Hann lék frábærlega á miðjunni hjá Króatíu allt mótið og var lykillinn að frábæru móti Króata sem léku til úrslita á HM í fyrsta skipti í sögu þjóðarinnar.

Modric bestur.JPG

Kylian Mbappe var valinn besti ungi leikmaður mótsins en hann sló í gegn á mótinu og skoraði fjórða og síðasta mark Frakka í úrslitaleiknum.

Mbappe bestur ungur.JPG

Englendingurinn Harry Kane skoraði sex mörk fyrir England á mótinu og var markakóngur þess.

Markakóngur Kane.JPG

Thibaut Courtois markvörður Belgíu var valinn markvörður mótsins.

Courtois.JPG

fögnuður.JPG

frakkland.JPG