Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is
Það er óhætt að fullyrða að heimsmeistaramótið í fótbolta í Rússlandi hafi heppnast vel. Frakkland varð heimsmeistari í annað sinn með 4-2 sigri á Króatíu.
Franska liðið heillaði fáa í sínum fyrstu leikjum á mótinu og óx ásmeginn er leið á mótið og átti frábæra leiki í útsláttarkeppninni og vann heimsmeistaratitilinn að lokum sannfærandi.
Eins og tölfræði úrslitaleiksins sýnir þá var Króatía mun meira með boltann en franska liðið beitti frábærum skyndisóknum og var sigurinn aldrei í seinni hálfleik.
Luka Modric miðjumaður Króatíu var valinn besti leikmaður mótsins. Hann lék frábærlega á miðjunni hjá Króatíu allt mótið og var lykillinn að frábæru móti Króata sem léku til úrslita á HM í fyrsta skipti í sögu þjóðarinnar.
Kylian Mbappe var valinn besti ungi leikmaður mótsins en hann sló í gegn á mótinu og skoraði fjórða og síðasta mark Frakka í úrslitaleiknum.
Englendingurinn Harry Kane skoraði sex mörk fyrir England á mótinu og var markakóngur þess.
Thibaut Courtois markvörður Belgíu var valinn markvörður mótsins.