Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

Frakkland áfram í sjö marka leik

Frakkland lagði Argentínu 4-3 í fyrsta leik 16 liða úrslita HM í Rússlandi í frábærum leik.

Griezmann skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Frakkland úr vítaspyrnu á 13. mínútu. Angel Di Maria jafnaði með frábæru skoti á 41. mínútu.

Gabriel Mercado kom Argentínu yfir í upphafi seinni hálfleiks en Benjamin Pavard jafnaði metin með stórkostlegu skoti á 57. mínútu.

Kylian Mbappe tók leikinn þá yfir og skoraði á 64. og 68. mínútu og kom Frakklandi í 4-2. Kun Aguero minnkaði muninn í uppbótartíma en Frakkland verðskuldað komið í átta liða úrslit.

fakkland.JPG

tölfræði.JPG