Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

Fram engin fyrirstaða fyrir Fjölni

Fjölnir lagði Fram 3-0 í Lengjubikarnum í fótbolta í kvöld. Það tók Fjölni aðeins rúman hálftíma að gera út um leikinn.

Gunnar Már Guðmundsson skoraði strax á 2. mínútu. Á 11. mínútu bætti Aron Sigurðarson öðru marki við og á 33. mínútu gerði Birnir Snær Ingason út um leikinn með síðasta marki leiksins.