Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

Guðmann og Ásgeir Börkur lenda saman

Guðmanni Þórissyni og Ásgeiri Berki Ásgeirssyni lenti saman þegar FH og Fylkir áttust við í Lengjubikarnum í fótbolta í gær.

Guðmann og Ásgeir Börkur eru báðir harðir í horn að taka og kveinkuðu sér ekki. Einhverjir hefðu hent sér niður eða heimtað spjöld á andstæðinginn en Guðmann og Ásgeir Börkur héldu bara áfram eins og ekkert hefði í skorist.