Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is
Úrslitin réðust í H-riðli HM í Rússlandi í dag á sögulegan máta. Pólland lagði Japan 1-0 og Kólumbía marði Senegal á sama hátt. Það þýddi að Kólumbía vann riðilinn og Japan fylgir liðinu í 16 liða úrslit.
Japan og Senegal voru jöfn að stigum en liðin gerðu jafntefli í innbyrðisleik sínum. Liðin voru með sama markahlutfall og sömu markatölu. Því þurfti að skoða spjöld liðanna. Japan fékk fjögur gul spjöld í riðlinum en Senegal sex. Japan fór áfram á færri gulum spjöldum. Mögnuð tíðindi.
Í kvöld kemur hvort Japan og Kólumbía fái England eða Belgíu sem þegar hafa tryggt sæti í 16 liða úrslitum.