Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

Haukur Páll rotaðist | Sjáið viðbrögð Arons

Haukur Páll Sigurðsson miðjumaður Vals rotaðist þegar Valur lagði Fjölni í undanúrslitum Reykjvíkurmótsins í gær.

Takið eftir því hvað Aron Sigurðarson leikmaður Fjölnis er fljótur að bregðast við þegar Haukur Páll liggur eftir á jörðinni og setur hann beint í læsta hliðarlegu.

Haukur Páll er einkar harður í horn að taka og þó hann hafi náð að standa fljótt á fætur þá gat hann ekki haldið leik áfram.