Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

Heimir hættur með landsliðið

aefing17juni-19.jpg Heimir Hallgrímsson er hættur sem landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta. KSÍ tilkynnti nú í morgun.

Heimir náði frábærum árangri með íslenska landsliðið. Fyrst sem aðstoðarmaður Lars Lagerbäck, svo sem aðalþjálfari með Lars þar sem þeir komu Íslandi á EM þar sem liðið komst alla leið í átta liða úrslit.

Heimir tók þá einn við liðinu og undir hans stjórn komst liðið alla leið í lokakeppni HM í Rússlandi þar sem liðið gerði meðal annars jafntefli við Argentínu í fyrsta leik sínum í keppninni.

Það er mikil eftirsjá af Heimi en ljóst að landsliðið ætti að vera eftirsóknarverður kostur fyrir metnaðarfulla góða þjálfara. Eins verður spennandi að sjá hvaða starf Heimir fær eftir frábær ár með íslenska liðið.

Mynd/Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir