Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

Jóhann Berg og Emil aftur inn

Jóhann Berg Guðmundsson er heill heilsu og byrjar þegar Ísland mætir Króatíu á HM í Rússlandi á eftir. Emil Hallfreðsson kemur einnig eftur inn í byrjarnliðið.

Sverrir Ingi Ingason byrjar sinn fyrsta leik á HM og leikur við hlið Ragnars Sigurðsson í hjarta varnarinnar í stað Kára Árnasonar. Hörður Björgvin Magnússon og Birkir Már Sævarsson eru í bakverðir og Hannes Þór Halldórsson í markinu.

Aron Einar Gunnarsson fyrirliði er við hlið Emils á miðjunni. Jóhann Berg er á hægri kanti og Birkir Bjarnason á þeim vinstri. Alferð Finnbogason og Gylfi Þór Sigurðsson eru frammi.

islcro.JPG