Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

Kemst Ísland á HM?

Íslenska landsliðið í fótbolta kvenna mætir Þýskalandi í dag klukkan 14:55 í næst síðustu umferð undankeppni HM í Frakklandi 2019.

Ísland getur tryggt sér sæti á HM í kvenna í fyrsta sinn með sigri í dag. Ísland vann fyrri leik liðanna í október í fyrra og er stigi á undan Þýskalandi í riðlinum.

Ísland mætir Tékklandi sem er í þriðja sæti í lokaumferðinni á þriðjudaginn á sama tíma og Þýskaland sækir Færeyjar heim en Færeyjar eru án stiga. Það því ljóst að tapi Ísland í dag eru hverfandi líkur á að liðið nái að vinna riðilinn og tryggja sér beint sæti á HM en jafntefli væru góð úrslit gegn margföldum stórmótameisturum Þýskalands.

SportTV.is verður með ljósmyndara á leiknum og er því rétt að minna á Instagram og Facebook síðu okkar þar sem fjöldi mynda koma inn fljótlega eftir að leik lýkur.