Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is
Miðasala á leik Íslands og Þýskalands í undankeppni HM 2019 er í fullum gangi og eru aðeins um 2000 miðar eftir. Það fer því hver að verða síðastur til að næla sér í miða.
Ljóst er að áhorfendametið á leik hjá liðinu verður slegið á laugardaginn, en metið er nú 7.521 á leik Íslands gegn Brasilíu í júní 2017. Sá leikur var liður í undirbúningi liðsins fyrir lokakeppni EM 2017.