Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

Margrét Lára á heimleið

Margrét Lára Viðarsdóttir, markahæsti leikmaður landsliðsins frá upphafi, mun leika með íslensku liði næsta sumar.

Margrét Lára hefur leikið sem atvinnumaður erlendis í sjö ár síðast hjá sænska liðinu Kristanstads DFF. Margrét lék sinn 100. landsleik á dögunum og er án efa einn besti leikmaður sem Ísland hefur alið.

Eyjakonan viðurkennir að hún beri sterkar taugar til ÍBV en nefnir einnig Val til sögunnar sem líklegan áfangastað. Margrét segist þó ekki útloka neitt í þessum málum.

Sjáðu viðtalið við "Marka Láru" í heild hér að ofan.