Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

Meistaradeildarheppni?

Jordan Henderson skoraði sigurmark Liverpool gegn Swansea í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær. Ákveðinn heppnisstimpill var á markinu.

Kannski má kalla þetta Meistaradeildarheppni því Liverpool á í harðri baráttu um sæti í Meistaradeildinni á næsta keppnistímabili þar sem sigur á heimavelli Swansea getur skipt sköpum í lokin.