Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

Minningarnar lifa

Ísland féll úr leik á HM í Rúslandi í gær en gerði það með mikilli sæmd þó svekkelsið hafi verið mikið.

Ísland átti aðeins einn vondan hálfleik á mótinu og getur horft til margra augnabliki þar sem liðið hefði hæglega getað gert betur og skorað fleiri mörk en mörkin tvö sem voru staðreynd í mótinu. En það breytir því ekki að íslenska liðið skóp margar minningar sem eiga eftir að lifa með þjóðinni á sínu fyrsta HM.

Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir fylgdi liðinu á HM og er vert að minna á Instragram síðu SportTV.is og like-síðu SportTV.is á Facebook til að sjá frábærar myndir Jónínu. Myndirnar og minningarnar ylja þegar mesta svekkelsið er runnið af þjóðinni.