Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is
Íslenska landsliðið í fótbolta er komið til Rostov þar sem liðið mætir Króatíu í síðasta leik sínum í riðlakeppni HM.
Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir tók meðfylgjandi myndir þegar Ísland mætti Nígeríu í öðrum leiknum í riðlinum. Þó sá leikur hafi ekki farið eins og Íslendingar vonuðust til er engin ástæða til að missa trúna.
Ísland getur enn komist áfram með sigri á Króatíu í síðasta leiknum. Ekki verður fjölyrt hér hvernig leikur Argentínu og Nígeríu þarf að fara vinni Ísland Króatíu til að Ísland komist áfram, þær vangaveltur eru til að æra óstöðugan.
Í versta falli verður hægt að minnast HM í Rússlandi 2018 sem fyrsta lokamóts HM sem Ísland tók þátt í og Ísland átti möguleika á að komast áfram í síðustu umferð riðlakeppninnar. Svo er þetta auðvitað HM þar sem Rúrik Gíslason sló í gegn á Instagram og bætti við sig yfir milljón fylgjendum.