Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

Napoli ekki í Meistaradeildina

Juventus lagði Napoli 3-1 í næst síðustu umferð ítölsku A-deildarinnar í fótbolta í gær.

Juventus hafði þegar tryggt sér ítalska meistaratitilinn en nú er ljóst að Napoli þarf kraftaverk til að komast í forkeppni Meistaradeildarinnar því liðið er þremur stigum á eftir Lazio þegar liðið á einn leik eftir.

Lazio á tvo leiki eftir og er með 14 mörkum betri markatölu. Þó sú íturvaxna sé ekki búin að hefja upp raust sína eru úrslitin ráðin.