Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

Níu dagar í HM

Það eru aðeins níu dagar í að heimsmeistarakeppnin í Rússlandi hefjist. En níu er einmitt fjöldi leikja sem Ravshan Irmatov frá Úsbekistan hefur dæmt á HM.

Irmatov verður með dómara á HM í Rússlandi en enginn dómari hefur dæmt fleiri leiki en hann á HM.

Hann dæmdi fimm leiki á HM í Suður-Afríku 2010, þar á meðal opnunarleik heimamanna og Mexíkó og undanúrslitaviðureign Úrúgvæ og Hollands.

Irmatov bætti fjórum leikjum í sarpinn á HM í Brasilíu og verður spennandi að sjá hversu marga leiki þessi 40 ára gamli dómari dæmir í Rússlandi.