Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

Sögur af Sir Alex

FourFourTwo hefur birt fyrsta hlutann af heimildaþáttaröð þar sem m.a. er rætt við aðila sem störfuðu með hinum átakanlega sigursæla Sir Alex Ferguson. Ferguson var að mörgu leyti sérlundaður og sérstakur, menn komust ekki upp með neinn moðreyk á hans vakt, og Lee Sharpe segir m.a. frá því hér í myndbrotinu að hann hafði neyðst til að hætta með kærustunni og selja bæði bílinn sinn og hundinn sinn til að geta einbeitt sér að fullu að fótboltanum!