Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

Þýski fótboltinn | Augsburg tekur á móti Fortuna Düsseldorf | kl. 14.30

Alfreð Finnbogason.jpg

Alfreð Finnbogason og félagar hans í Augsburg taka á móti Fortuna Düsseldorf í þýska fótboltanum og hefst leikurinn kl 14.30 og er í beinni útsendingu á SportTV2. Augsburg hefði sennilega getað hugsað sér betri byrjun á árinu en að mæta einum af heitasta framherja deildarinnar. Augsburg hefur ekki unnið í síðustu átta leikjum sínum í deildinni og eru komnir á fallsvæði jafnframt hafa þeir aðeins haldið hreinu í einum leik í vetur. Til þess að laga þá tölfræði sína ákváðu forsvarsmenn félagsins að auka samkeppnina um markvarðarstöðuna í liðinu með því að fá hinn 21 árs gamla Gregor Kobel að láni frá Hoffenheim. Augsburg verður án Caiuby, Dong-Won Ji, Sami Khedira og Ja-Cheol Koo í þessum leik.

Eftir að hafa endað árið 2018 með þrem sigrum í deildinni og þar af glæstum 2-1 sigri á toppliði deildarinnar, Borussia Dortmund. Þeir Marvin Ducksch og Aymen Barkok þóttu standa sig vel í æfingarmóti sem liði tók þátt í vetrarfríinu Friedhelm Funkel þjálfari liðsins er ólíklegur til þess að hreyfa mikið við sigurformúlu sinni í liðsuppstillingu. Varnarmaðurinn Adam Bodzek er í leikbanni en framherjinn Dodi Lukebakio sem er á láni frá Watford er búinn að skora fimm mörk í síðustu sex leikjum sínum.