Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

Tók upp gula spjaldið en hætti við

Gunnar Jarl Jónsson dómari leiks Víkings og KR í Lengjubikarnum um helgina hætti við að spjalda Viktor Bjarka Arnarsson leikmann Víkings eins og sjá má hér að ofan.

Viktor Bjarki var á gulu spjaldið og gæti það hafa haft áhrif á Gunnar Jarl sem tók gula spjaldið upp en setti það aftur í vasann áður en hann varaði Viktor Bjarka við.

KR var 3-1 yfir þegar þetta gerðist en Víkingur vann leikinn 4-3. Var þetta vendipunkturinn?