Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

Van Gaal þarf að vinna fyrir aurunum

Manchester United tekur á móti Tottenham á heimvelli í ensku úrvalsdeildinni á morgun sunnudag. Þremur stigum á tveimur sætum munar á liðunum og er því um sannkallaðan sex stiga leik að ræða.

Pressan er á Manchester United sem hefur tapað tveimur heimaleikjum í röð gegn Tottenham. Þessi áhugaverði sjónvarpsmaður hér að ofan segir nú þurfi Louis van Gaal að vinna fyrir laununum sínum hjá Man. Utd.