Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

Dustin Johnson vann á Bláa skrímslinu

Dustin Johnson tryggði sér sigur á Cadillac meistaramótinu á PGA mótaröðinni í golfi í gær. J.B. Holmes sem var efstur á mótinu frá fyrsta degi varð að láta sér duga annað sætið, einu höggi á eftir Johnson.

Keppt var á Trump national Doral golfvellinum, betur þekktu sem Bláa skrímslinu en skrímslið náði loksins að stríða Holmes á fjórða og síðasta hringnum og það nýtti Johnson sér á hárréttum tíma.