Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

Eina stórmótið sem vantar hjá Rory

Masters mótið í golfi byrjar í dag. Augu margra verða á Rory McIlroy en Masters er eina stórmótið sem hann hefur ekki unnið til þessa en vinni hann um helgina verður hann næst yngsti kylfingurinn til að vina öll mótin á eftir Tiger Woods.

Sigurvegari síðasta árs Bubba Watson er þó ekki viljugur til að gefa sigurinn frá sér og ætlar sér að landa þriðja græna jakkanum sínum.