Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

Frá Hvaleyrinni á toppinn

Hér má sjá Írann Padraig Harrington í nærmynd en hann vann fyrsta mótið sitt á PGA mótaröðinni í sjö ár um helgina.

Skömmu eftir að hafa tekið þátt í Canon mótinu hjá Golfklúbbnum Keili á Hvaleyrinni í Hafnarfirði vann Harrington þrjú stórmót á innan við tveimur árum.

Síðan þá hafa sigrarnir látið bíða eftir sér en spurning er hvort sigurinn um helgina sé upphafið að annarri sigurgöngu Írans brosmilda.