Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

Hoffman efstur í rokinu í Texas

Charley Hoffman er efstur eftir fyrsta dag Valero Texas Open golfmótsins á PGA mótaröðinni í Bandaríkjunum.

Hoffman er á fimm höggum undir pari eftir fyrstu 18 holurnar, höggi á undan Aaron Baddeley en hávaða rok setti sterkan svip sinn á daginn, sérstaklega morguninn eins og sjá má hér að ofan.