Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

Hola í höggi í fyrsta sinn

Daninn Morten Örum Madsen fór holu í höggi í fyrsta sinn sem atvinnumaður á Tshwane Open í dag á Evrópumótaröðinni í golfi.

Marsden sló með fleygjárni á næst síðustu holu dagsins hjá sér, þeirri 8. en hann fékk einnig örn á síðustu holunni og tyllti sér á toppinn á mótinu á 7 undir pari.