Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is
Irina Sazonova mun keppa fyrir Ísland í fimleikum á Ólympíuleikunum í Ríó. Hún tryggði sér keppnisrétt í gær og verður þar með fyrsta íslenska fimleikakonan til að fara á Ólympíuleika. Áður hafði Rúnar Alexandersson gert slíkt hið sama þrisvar í karlaflokki.
Það er því ekki úr vegi að skoða gólfæfingar Irinu á móti sem haldið var í Glasgow sl. haust.
Til hamingju Irina!