Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

Jimmy Walker efstur í Texas

Jimmy Walker lék frábært golf á öðrum degi Valero Texas Open golfmótsins á PGA mótaröðinni í gær.

Walker er á sex höggum undir pari, einu höggi á undan Aaron Baddeley og Charley Hoffman.

Það var minni vindur á öðrum keppnisdeginum en þeim fyrsta og því heilt yfir betra skor þó margur kylfingurinn hafi átt í vandræðum.