Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

Jordan Spieth bauð upp á sýningu

Jordan Spieth fór hreinlega á kostum á þriðja degi John Deere Classic golfmótinu á PGA mótaröðinni eins og sjá má í meðfylgjandi myndböndum.

Spieth sem vann tvö fyrstu risamót ársins virðist í sínu besta formi þegar opna breska meistaramótið er handan við hornið en hann lék á 61 höggi í gær og er efstur á alls 17 undir par.