Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

Jordan Spieth ótrúlegur á fyrsta degi

Jordan Spieth er efstur eftir fyrsta dag á Masters golfmótinu á Augusta National golfvellinum í Georgíu.

Spieth lék frábært golf og er á 8 höggum undir pari en hann lék völlinn á 64 höggum.

Charley Hoffman, Ernie Els, Justin Rose og Jason Day koma allir á eftir á 5 undir pari.

Efsti maður heimslistans, Rory McIlroy, lék á einu undir pari og Tiger Woods er á einu yfir pari.