Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

Kirk vann sinn fjórða sigur

Chris Kirk vann sinn fjórða sigur á PGA mótaröðinni í golfi þegar hann vann Crowne Plaza mótið á Colonial vellinum í Fort Worth í Texas um helgina.

Kirk lauk leik á 12 höggum undir pari og var höggi á undan Jordan Spieth, Brandt Snedeker og Jason Bohn.