Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

McIlroy bjargaði hringnum í lokin

Rory McIlroy setti niður þetta langa pútt fyrir erni á 8. holuni á Cadillac Meistaramótinu á Doral golfvellinum í Flórída, bláa skrímslinu, og bjargaði hringnum hjá sér.

Rory sem er efstur á heimslistanum var 4 yfir pari eftir 9 holur á fyrsta hringnum í gær en þetta pútt fyrir erni kom honum niður á parið á ný.

J.B. Holmes fór á kostum á fyrsta deginum. Hann er með 4 högga forystu á 10 undir pari.