Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

Öruggur sigur hjá Rory

Rory McIlroy tryggði sér sigur á Wells Fargo meistaramótinu í Charlotte í gær með nokkrum yfirburðum.

McIlroy lauk leik á 21 höggi undir pari og bætti mótsmetið um fimm högg en hann vann með sjö högga mun.

Hér að neðan má sjá 332 metra teighögg Rory á 16. holunni, á móti vindi.