Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

Ótrúlegt met Sam Snead

Sam Snead er sá kylfingur sem hefur unnið flest mót á PGA mótaröðinni í golfi í Bandaríkjunum.

Snead sem fæddist 1912 vann sitt fyrsta mót 1936 og árið 1965 vann hann 82. mótið sitt. Það hefur enginn toppað.

Tiger Woods er kominn nálægt meti Snead. Hann vann sitt 79. mót 2013. Jack Nicklaus vann 73 met á sínum ferli og er í þriðja sæti.

Nicklaus vann aftur á móti 18 stórmót, síðast Masters 1986. Woods hefur unnið 14 stórmót og Snead vann 7.