Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

Rose efstur | Tiger í ruglinu

Tiger Woods lék sinn versta hring á atvinnumannaferlinum í gær á The Memorial mótinu í Dublin Ohio í Bandaríkjunum á PGA mótaröðinni í golfi.

Woods lék á 85 höggum eða 13 höggum yfir pari og er því alls á 12 yfir pari í 71. sæti.

Justin Rose fór aftur á móti á kostum í gær. Hann lék á 6 undir pari og er efstur á 15 undir pari, þremur höggum á undan næstu mönnum. Mótinu lýkur í kvöld.