Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

Sá besti dottinn í stuð

Rory McIlroy lék frábært golf á öðrum keppnisdegi Arnold Palmer boðmótsins á Bay Hill golfvellinum í Flórída. Hann fékk einn skolla og sjö fugla, þar af 5 fugla í röð á 2. til 6. holu vallarins en hann hóf leik á 10. holunni.

Hér að ofan slær hann inn á 5. flöt og má litlu mun að Rory tryggi sér fugl. Hann er í toppbaráttunni á 8 undir pari eftir tvo keppnisdaga en Morgan Hoffmann er lang efstur á 13 undir pari þegar nokkuð er eftir af öðrum keppnisdegi.