Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

Simpson og Streb saman á toppnum

Webb Simpson lék á fimm undir pari á öðrum degi Wells Fargo meistaramótsins og er á 10 undir pari í efsta sæti ásamt Robert Streb sem var efstur eftir fyrsta dag.

Rory McIlroy, efsti maður heimslistans, er í fimmta sæti á sjö undir en hann lék einnig á fimm undir pari í gær. Phil Mickelsen er einnig á sjö undir pari en hann lék á sex undir í gær.